LÍFfærin á Ásmundarsal

LÍFfærin er sýning nýrra glerlíffæra unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna sem sjálfir hafa gefið líffæri og þegið og gæða hin köldu glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði. Sigga Heimis tók á móti félagsfólki Samlífs og leiddi um sýninguna.

Vatnið í náttúru Íslands, Perlunni

Félagsfólk Samlífs heimsótti sýninguna Vatnið í náttúru Íslands. Sýningin  fjallar um vatn frá ýmsum hliðum til að mynda um eðli vatnsauðlindarinnar, hlutverk fjölbreytileika vatnalífríkis, frá jurtum, örverum og dýrum til heilla vistkerfa. Sýningin veitir innsýn í vatnið okkar dýrmæta og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu. Náttúrufræðikennarar eru hvattir til að mæta með…

Details