Boðað er til aðalfundar Samlífs, samtaka líffræðikennara laugardaginn 21. mars 2015 kl. 12:00 á Litlu-Brekku, sal á annarri hæð í húsi bak við veitingastaðinn Lækjarbrekku í Reykjavík.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Fundarsetning.
- Skýrsla stjórnar Samlífs fyrir árið 2014.
- Reikningar Samlífs fyrir árið 2014.
- Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins.
- Önnur mál.
- Kaffi.
- Fræðsluerindi: Smásjártækni í líffræði. Kesara Anamthawat-Jónsson flytur.
- Fundarslit.
Allir líffræðikennarar eru velkomnir!
Sérstök athygli er vakin á dagskrárlið 7.
Þeir sem óska eftir að vera með eru beðnir um að senda póst á formann, esteryr (hjá) gmail.com, fyrir 18. mars.
Smásjártækni í líffræði
Ágrip af erindi Kesöru Anamthawat-Jónsson – prófessors í grasafræði og plöntuerfðafræði við HÍ – sem hún mun flytja á aðalfundi Samlífs.
Kesera verður með myndræna kynningu á nýjustu smásjártækni í líffræðilegum rannsóknum. Áherslan verður lögð á ljós- og flúrsmásjártækni, og sýnir hún dæmi úr eigin rannsóknum. Smásjártækni er mikilvægt rannsóknartæki og framfarir þar miklar. Til dæmis voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 veitt fyrir smásjártækni.