Fráfarandi stjórn var endurkjörin, en MR-kennararnir Jóhanna og Sólveig skiptu um hlut­verk. Sólveig Hannesdóttir tók sæti ritara en Jóhanna Arnórsdóttir fór í varastjórn.

Stjórn Samlífs fyrir starfsárið 2019 til 2020 er því

  • Hólmfríður Sigþórsdóttir Flensborg (formaður)
  • Rúna Björk Smáradóttir  FÁ (gjaldkeri)
  • Sólveig Hannesdóttir MR (ritari)
  • Helga Eyja Hrafnkelsdóttir Hvaleyrarskóla (meðstjórnandi)
  • Sigríður Rut Franzdóttir HÍ (meðstjórnandi)
  • Þórhallur Halldórsson FÁ (meðstjórnandi / IBO)
  • Jóhanna Arnórsdóttir MR (varastjórn)
  • Þórhalla Arnardóttir VÍ (varastjórn)

Á fundinum var enskt heiti samtakanna staðfest sem Icelandic Biology Teachers Association (IBTA).

Ágrip af erindi Margrétar Helgu Örnólfsdóttur aðjúnkt Læknadeild HÍ um Sjálfsát í frumum.

Sjálfsát (e. autophagy) er leið frumu til þess að brjóta niður gölluð prótein og frumulíffæri. Sjálfsát er líka mikilvægt ferli frumu til þess að bregðast við áreiti eins og næringarskorti. Þannig brjóta frumur niður stórsameindir sínar og nýta til orkumyndunar og nýbyggingar til þess að lifa af við erfiðar aðstæður. Rannsóknir á sjálfsáti hafa aukist mjög undanfarin ár og gallar í ferlinu verið tengdir við ýmsa sjúkdóma. Í erindinu verður farið í gegnum lykilrannsóknir sem hafa leitt til þeirrar þekkingar sem við höfum á ferlinu og sérstaklega skoðað samband sjálfsáts við krabbamein og öldrun.

Dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir, aðjúnkt Læknadeild HÍ