Aðalfundur var haldinn í 13. janúar 2018 í Alvar Aalto sal Norræna hússins þar sem hefðbundin fráfarandi stjórn var endurkjörin, áfram sitja því
Hólmfríður Sigþórsdóttir Flensborg (formaður)
Rúna Björk Smáradóttir FÁ (gjaldkeri)
Jóhanna Arnórsdóttir MR ritari / IBO
Helga Eyja Hrafnkelsdóttir Hvaleyrarskóla meðstjórnandi
Sigríður Rut Franzdóttir HÍ meðstjórnandi
Þórhallur Halldórsson FÁ meðstjórnandi / IBO
Sólveig Hannesdóttir MR (varastjórn)
Þórhalla Arnardóttir VÍ (varastjórn)
Ágrip af erindi Dr. Óttars Rolfssonar sem hann flutti á aðalfundi Samlífs.
Efnaskipti eru þau efnahvörf sem nauðsynleg eru fyrir niðurbrot og nýmyndun lífefna í lífverum. Ein forsenda þess að lífvera geti talist vera lifandi er að hún hafi virk efnaskipti. Í fólki eru breytt efnaskipti orsök og/eða afleiðing langflestra sjúkdóma og geta þessar breytingar stafað af umhverfis- sem og erfðaþáttum. Efnaskiptarannsóknir eru stundaðar með það að markmiði að auðkenna lífmörk og lyfjamörk sem nýst geta við greiningu og meðferð sjúkdóma. Aukin þekking á efnaskiptum og sameindalíffræðilegum forsendum þeirra er mikilvægur þáttur í læknisfræði. Í þessum fyrirlestri verður stiklað á stóru í þróun og notkun háhraða efnagreiningaraðferða við grunnrannsóknir á efnaskiptum í blverður ki gg eru óðfrumum í þeim tilgangi að auðkenna ný lífefni og lífefnaferla. Að auki verður greint frá notkun reiknilíkana við úrvinnslu á efnaskiptagögnum og hvernig þau geta nýst við sjúkdómsgreiningu.