Stjórn Samlífs 2014-2015 var að mestu endurkjörin, Ester Ýr Jónsdóttir var kosin til áframhaldandi formennsku, Arnar Pálsson, Hólmfríður Sigþórsdóttir og Rúna Björk Smáradóttir voru sömuleiðis endurkjörin. Halla Sigríður Bjarnadóttir gaf ekki kost á sér áfram og þökkum við henni kærlega fyrir störf í þágu líffræðikennslu á Íslandi. Í stað Höllu var kosinn nýr meðstjórnandi Eiríkur Örn Þorsteinsson en hann stundar framhaldsnám í náttúrufræðikennslu í grunnskólum við Háskóla Íslands, við bjóðum Eirík velkominn.
Varamenn í stjórn voru kosin þau Þorvaldur Örn Árnason og Þórhalla Arnardóttir.