Til: Mennta- og menningarmálaráðherra

Efni: Ályktun um stöðu raungreina í styttri framhaldsskólum,
niðurskurð og vinnumat.

Á undanförnum árum hefur verið vegið að kennslu raungreina (líffræði, efna¬fræði, eðlis¬fræði og jarðfræði) í íslenskum framhaldsskólum, bæði með fækkun eininga til stúdents¬¬¬prófs og fjölgun nemenda í námshópum.
Samlíf, samtök líffræðikennara, sendu ályktanir til Mennta- og menningar¬mála¬¬ráð¬herra árin 2013 og 2014 vegna niðurskurðar í raungreinakennslu, um aukna náttúru¬fræði¬¬kennslu vegna Hvítbókar. Einnig sendi félagið ályktun 2014 þar sem ráðherra var hvattur til að standa vörð um raungreinakennslu með því að tryggja hlut raungreina í nýju námskránni og vinnumati fram¬haldsskóla¬kennara.
Í ályktununum var ráðherra einnig hvattur til að gera framhaldsskólum kleift að ná hæfniviðmiðum nýrrar námskrár með því að stilla nemendafjölda í náms¬hópum þannig að verkleg kennsla standi undir nafni. Einungis þannig verð¬ur stuðlað að fjölgun einstaklinga með raungreina- og tæknimenntun í land¬inu. Sam¬líf undrast að hafa hvorki fengið svör né viðbrögð við þessum formlegu erind¬um saman¬ber málshraðareglu (9. gr. 37/1993).
Í þessum ályktunum var mennta- og menningarmálaráðherra eindregið hvattur til þess að gaumgæfa vel uppbyggingu í raungreinakennslu með áherslu á verk¬lega kennslu til að tryggja að nemendur nái tilsettum hæfniviðmiðum. Þar var til að mynda bent á að niður¬skurður í formi stærri hópa bitni á verklegri kennslu og þar með gæðum menntunar.
Mennta- og menningarmálaráðherra var einnig ítrekað hvattur til að tryggja að ekki yrði frekari niðurskurður í raungreinum í framhaldsskólum. Í nám¬¬skrá (1999) fækkaði einingum í raungreinum úr 12 í 9 á bóknámsbrautum öðrum en náttúru¬¬fræðibraut. Á náttúru¬fræði¬-braut var einingum í raungreinum fækkað úr 36 í 21.
Á námsbrautum sem framhaldsskólarnir eru að kynna þessa dagana verður enn frekari skerðing á náttúrufræðikennslu þar sem nemendum á öðrum braut¬um en náttúrufræðibraut verður flestum aðeins skylt að taka tvo áfanga , sem er niðurskurður um rúm 30%. Stjórn Samlífs undrast að ráðuneyti sem kallar á fjölgun nemenda í raungreina og tækninámi sporni ekki við þessari skerð¬ingu og kallar eftir að raun-greinar; líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði, verði ríkur hluti af íslensku stúdent¬sprófi.
Mennta- og menningarmálaráðherra var hvattur til að tryggja að gæði raun¬greina¬menntunar yrðu höfð að leiðarljósi í vinnumatsnefndum sem komið var á fót skv. 9. gr. Kjara¬samnings milli KÍ f.h. FF/FS og ríkisins frá 04.04.2014. Vinnu¬matið var fellt 27. febrúar 2015 og er nú nýtt í kynningu.
Stjórn Samlífs, fyrir félaga í samtökum líffræðikennara hvetur enn ráð¬herra til að tala máli raun¬greina í íslensku skólakerfi. Á tyllidögum er talað um að verði að efla raun¬greina¬mennt¬un á öllum skólastigum. Hunsun og vöntun á svör¬um undirstrikar ef til vill að þegar á reynir þá njóta raungreinar, raun¬greina¬kennsla og raun¬greina¬kennarar ekki sannmælis miðað við annað bóknám.

Stjórn Samlífs – Samtaka líffræðikennara
Hólmfríður Sigþórsdóttir, formaður
Rúna Björk Smáradóttir, gjaldkeri
Arnar Pálsson, meðstjórnandi
Jóna Björk Jónsdóttir, meðstjórnandi
Þórhallur Halldórsson, meðstjórnandi

Samrit sent:
Mennta- og menningarmálaráðherra
Aðstoðarmanni Mennta- og menningarmálaráðherra
Ráðuneytisstjóra Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Gæðastjóra Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Deildarstjóra Stefnumótunar- og þróunardeildar Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Deildarstjóra Framhaldsskóladeildar Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Kennarasamband Íslands (utgafa@ki.is)
Skólameistara í 34 framhaldsskólum á Íslandi
Vísir (ritstjorn@frettabladid.is)
RUV (frettir@ruv.is)