Til: Mennta- og menningarmálaráðherra
Efni: Ályktun um stöðu raungreina í styttri framhaldsskólum.
Á undanförnum árum hefur verið vegið að kennslu raungreina (líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði) í íslenskum framhaldsskólum, með fækkun eininga til stúdentsprófs. Samlíf, samtök líffræðikennara, sendu ályktanir til Mennta- og menningarmálaráðherra árin 2013, 2014 og 2015 vegna niðurskurðar í raungreinakennslu. Einnig sendi félagið ályktun 2014 þar sem ráðherra var hvattur til að standa vörð um raungreinakennslu með því að tryggja hlut raungreina í nýjum námskrám, einungis þannig verður stuðlað að fjölgun einstaklinga með raungreina- og tæknimenntun í landinu.

Samlíf undrast að hafa hvorki fengið svör né viðbrögð við þessum formlegu erindum samanber málshraðareglu (9. gr. 37/1993). Mennta- og menningarmálaráðherra var ítrekað hvattur til að tryggja að ekki yrði frekari niðurskurður í raungreinum í framhaldsskólum. Í nám-skrá (1999) fækkaði einingum í raungreinum úr 12 í 9 á bóknámsbrautum öðrum en náttúrufræðibraut. Á náttúrufræðibraut var einingum í raun-greinum fækkað úr 36 í 21. Á nýjum námsbrautum framhaldsskólana er enn frekari skerðing á náttúrufræðikennslu þar sem nemendum á öðrum braut-um en náttúrufræðibraut verður flestum aðeins skylt að taka tvo áfanga1, sem er niðurskurður um rúm 30%.

Stjórn Samlífs undrast að ráðuneyti sem kallar á fjölgun nemenda í raungreina og tækninámi sporni ekki við þessari skerðingu og kallar eftir að raungreinar; líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði, verði ríkur hluti af íslensku stúdentsprófi. Í þessum ályktunum var mennta- og menningarmálaráðherra eindregið hvattur til þess að gaumgæfa vel uppbyggingu í raun-greinakennslu með áherslu á verklega kennslu til að tryggja að nemendur nái tilsettum hæfniviðmiðum. 1 Sem svara til 6 eininga í núverandi kerfi en 10 feininga í kerfinu sem tekur við í haust. Stjórn Samlífs, fyrir félaga í samtökum líffræðikennara, hvetur enn ráðherra til að tala máli raungreina í íslensku skólakerfi. Á tyllidögum er talað um að verði að efla raungreinamenntun á öllum skólastigum. Hunsun og vöntun á svörum undirstrikar ef til vill að þegar á reynir þá njóta raungreinar, raungreinakennsla og raungreinakennarar ekki sannmælis miðað við annað bóknám.
Stjórn Samlífs – Samtaka líffræðikennara
Hólmfríður Sigþórsdóttir, formaður
Rúna Björk Smáradóttir, gjaldkeri
Jóhanna Arnórsdóttir, ritari
Sigríður Rut Fransdóttir, meðstjórnandi
Þórhallur Halldórsson, meðstjórnandi
Samrit sent:
Mennta- og menningarmálaráðherra Aðstoðarmanni Mennta- og menningarmálaráðherra Ráðuneytisstjóra Mennta- og menningarmálaráðuneytis Gæðastjóra Mennta- og menningarmálaráðuneytis Deildarstjóra Mennta- og menningarmálaráðuneytis
Kennarasamband Íslands (utgafa@ki.is)
Formanni Félags framhaldsskólakennara (FF)
Formanni Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS)
Fomanni skólamálanefndar FF
Skólameisturum í 34 framhaldsskólum á Íslandi
Vísir (ritstjorn@frettabladid.is)
RUV (frettir@ruv.is)