Fréttabréf 
Samlífs
Samtaka líffræðikennara

Ábm. Jóhann Guðjónsson

Apríl 2001

 

Fundur um kennslubækur

Samlíf – samtök líffræðikennara boða fund

þann 30. apríl 2001 kl: 17.00 í MR

 

Fundarefni:

Kennslubækur í líffræði í framhaldsskólum.

Ný aðstaða MR í raungreinakennslu skoðuð.

Önnur mál.

 

Fundurinn verður haldinn í nýju raungreinahúsi MR, gengið er innum dyr á Casa Nova (í portinu á bak við gamla húsið) og farið eftir rangölum upp á efstu hæð í húsinu við Þingholtsstræti. Við getum aðeins haft dyrnar opnar í 15 mínútur, þannig að þeir sem koma seinna verða að hringja í síma 5451984 til að komast inn.

 

Eftir fundinn bjóða samtökin upp á öl í nálægu veitingahúsi.

 

Félagar sem búa út á landi geta fengið ferðastyrk frá félaginu til að sækja fundinn.

Stjórnin

 

Sumarnámskeið Samlífs:

Örverufræði

Þátttakendur

Námskeiðið er ætlað framhaldsskólakennurum

Markmið

Þátttakendur kynnist nýjungum á sviði örverufræðinnar og fái nokkra innsýn í notkun tölva og netsins við lausn verkefna.

Efni

Sameindalíffræðilegar aðferðir og netið við lausn verkefna á sviði flokkunar, örveruvistfræði og líftækni.  Hveraörverur.   Sýklafræði, þar sem áhersla verður lögð á  vandamál dagsins í dag.  Vandamál tengd fjölónæmum sýklum.   Námskeiðið verður bæði á formi fyrirlestra og verklegra æfinga.

Kennarar

Marta Konráðsdóttir, örverufræðingur, líffræðikennari við MR, Sólveig

Pétursdóttir, örverufræðingur, Prokaria, Karl G. Kristinsson, prófessor,

Hjördís Harðardóttir, sýklafræðingur, o.fl.

Tími:  18. – 20. júní, kl. 9-16 og 21. júní kl 9-12

Staður:  Menntaskólinn í Reykjavík

Samstarfsaðili:  Samtök líffræðikennara, Samlíf

Umsjón:  Eva Benediktsdóttir, sími 525 4955, netfang:  eben@hi.is

Skráning: Endurmenntunarstofnun HÍ

 

Námskeið erlendis

Okkur er boðið að taka þátt í námskeiðum sem norrænu líffræðifélögin standa að nú í sumar. Það er hægt að fá styrki til að sækja þessi námskeið hjá vísindasjóðum KÍ.

 Danmörk:

Flest námskeið sem Biologforbunde stendur fyrir eru aðeins einn dag eða eina nótt sem ég reikna með að sé of stuttur tími til að fara til Danmörku fyrir svo ég get þeirra ekki hér. Svo ég get hér aðeins eins.

 Upplifðu náttúruna á nýjan hátt

Hróarskeldu fjörður 2. júní – 5. júní.

Kynnist náttúrunni á nýjan hátt og lærðu að sigla á kajak. Vi byrjum föstudaginn með þjálfun í sundlaug, en á laugardaginn siglum við frá Hróarskeldu. Veðrið ræður leiðinni, en leiðbeinendur eru kunnugir á svæðinu, svo ekki kemur til með að skorta upplifanir. Við höfum allan útbúnað með okkur og gistum í tjöldum. Á leiðinni ræðum við um kajakferðir á sjó sem möguleika í grunnskólum.

Leiðbeinandi: Axel Edinger

Þátttakendur frá Biologforbundet: Leif Schack-Nielsen og Thomas B. Piekut

Væntanlegt verð ca: 900.- Dkr

Skráning: Biologforbundet sekretariat, sími: +45 86 96 36 35

Frekari upplýsingar: Leif Schack-Nielsen sími: + 45 31 86 38 02

 Svíþjóð:

Feltkúrsus með áherslu á náttúruvernd

Skordýr á Gotlandi

9. – 15. júlí 2001 Hvernig nýtast skordýrin í náttúruverndinni?

Í Svíþjóð finnast 30 sinnum fleiri hryggleyimgjar en hryggdýr. Langflest þeirra eru skordýr. Vægi skordýra hefur vaxið innan náttúruverndarstarfsins sérstaklega í tengslum við “fjölbreytileika lífvera” en einnig sem áhættumerki (indikatorer).

Námskeiðið fjallar um almenna lífshætti skordýra og þýðingu þeirra fyrir náttúruverndina. Flokkunarfræði skordýra og líkamsgerð verður tekin fyrir ásamt því hvernig þau eru veitt rannsökuð og geymd.

Leiðbeinendur:        Hakan Elmquist og Lars Imby

Fyrirspurnir: Símar 46 129 125 95     og  46 8 38 57 76

 

Verklegt námskeið í

Líftækni

Kristinabergs Marina Forskningsstation 13.-16. ágúst 2001

Fyrirlestrar og umræður en um verklega þáttinn sjá John Schollar og Dean Madden frá NCBE, Reading, Englandi. Aðalefni verða gerjun og ný DNA tækni þam PCR.

Leiðbeinendur og skráning: fil.dr. lektor Elisabeth Strömberg, Háskólanum Gautaborg. S: 46 31 773 36 73 (v) og 46 523 230 32(h) e-mail:elisabet.stromberg@zool.gu.se Prófesssor Margareta Wallin e-mail: margareta.wallin@zool.gu.se

Fæði og gisting ca. 2800.- Skr

  

Nýjar fréttir úr líffræðinni ( tekið úr Kaskelot, blaði danska líffræðifélagsins)

 

Gróðurhúsalofttegundir.

Um allan heim ræða menn umhverfisvænustu losunina, þá ekki síst losun gróðurhúsalofttegunda. Algengast er að menn telji að orkuver, sem brenna kolum eða olíu, losi meira af gróðurhúsalofttegundunum en orkuver knúin af vatnsafli.

En nú hefur verið gerð mikil rannsókn sem bendir til að svo sé ekki alltaf raunin. Nokkrar stórar vatnsaflsvirkjanir til dæmis í Brasílíu losa miklu meira af gróðurhúsalofttegundum en samsvarandi kolaver gera. Gróðurhúsalofttegundirnar eru koltvísýringur og metan. Þetta er vegna mikils lífræns efnis sem safnast upp í stóru miðlunarlónunum ofan virkjananna. Samanlagt mynda miðlunarlón allra virkjana í heiminum svæði sem er á stærð við Frakkland, svo um er að ræða stór svæði.

Í venjulegri á verða ekki til svona mikið af gróðurhúsalofttegundum, en þegar áin er stífluð og vatnið safnast upp myndast metan sem er mjög áhrifamikil gróðurhúsaloftegund.

Það er deilt um hve mikil áhrif þessi nýju vötn hafa á losun gróðurhúsalofttegunda, því áhrifin eru mismikil eftir svæðum.

Vatnsaflsvirkjun í Brasilíu, sem hefur verið mæld, losar tíu sinnum meiri gróðurhúsalofttegundir en væri hún kolaver. Á öðrum stöðum eru þær umhverfisvænni en alls ekki eins og talið hefur verið verið.

 

Minni fíla

Sagt er að fílar gleymi aldrei neinu. Rannsókn í Kenya bendir til að nokkuð sé til í þessu. Rannsóknin sýnir að fílar þekkja kall frá meira en 100 fílum þó mörg ár séu liðin frá því þeir heyrðu þau.

Kvenfílar afríska fílsins eru mjög félagslyndir og eiga samskipti við aðra einstaklinga með hljóðum, sem eru mismunandi milli einstaklinga.

Enskir vísindamenn tóku upp hljóð fíla og fylgdust með því þegar þeir spiluðu hljóðin fyrir fíla annars staðar.

Ef fílarnir þekktu fílinn sem gaf frá sér hljóðin svöruðu þeir, ef þeir þekktu hann lítíð hlustuðu þeir bara en svöruðu ekki. En ef þeir þekktu fílinn alls ekki þá settu þeir sig í varnarstöðu.

Þessi þekking varir í mörg ár. Fílarnir þekktu kall fíls sem hafði drepist fyrir tveim árum og flykktust að staðnum þaðan sem hljóðið kom.

 

Munið heimasíðuna:  http://www.ismennt.is/vefir/samlif

Allar hugmyndir eða fyrirspurnirnir eru velkomnar.

Við erum alltaf að reyna að búa til póstlista yfir félagsmenn. Okkur vantar mikið af netföngum sérstaklega hjá grunnskólakennurum. Endilega sendið mér línu og verið með á póstlistanum.

johgud@ismennt.is  Jóhann Guðjónsson formaður.

 

Ef viðtakandi finnst ekki, vinsamlegast endursendið fréttabréfið.

 

Samlíf – Samtök líffræðikennara

Pósthólf 8282

128 Reykjavík