Samlífs árið 2019

Félagsfólk í Samlíf er 268 (þar af 132 í KÍ). Mikið starf var í félaginu á síðasta starfsári að vanda. Aðalfundur með fræðsluerindi var haldinn. Sýningarnar Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni og Líffærin á Ásmundarsal voru heimsóttar. Landskeppnin í líf­fræði var haldin, félagsfólk samdi spurningar fyrir inntökupróf í læknadeild, stjórnarfólk sótti ráðstefnu erlendis og…

Details

Örnámskeið á Líffræðiráðstefnu

Samlíf stóð fyrir örnámskeiði um kolefnisjöfnun á Líffræðiráðstefnunni 2019. Stefán Gíslason hélt erindið „Ekki er öll kolefnisjöfnun eins“ þar sem hann kynnti ólíkar aðferðir í kolefnisjöfnun og reikniaðferðir sem handhægar eru í kennslustofunni. Stefán er líffræðingur með MSc-gráðu í umhverfisstjórnun frá Háskólanum í Lundi. Síðustu tvo áratugi hefur hann unnið við umhverfisráðgjöf undir merkjum eigin…

Details

IBO Ungverjalandi

Samlíf tók þátt í Ólympíuleikunum í líffræði í Ungverjalandi. Þrír kennarar fóru sem fararstjórar í ár og var mikil ánægja með það. Reynt verður að afla styrkja þannig að það verði einnig mögulegt á næsta ári. Jóhanna Arnórsdóttir hefur leitt starfið og séð að mestu um að afla fjár. Jóhanna hefur dregið sig út úr…

Details

OPWALL

Samstarf Breska kennslufyrirtækisins, Operation Wallacea og Samlífs var með þeim hætti að fulltrúar frá Menntaskólanum á Ísafirði fóru til Hondúras og Flensborgarskólans til Suður- Afríku. Frekara samstarf er ekki ljóst en áhuginn augljós.

Sumarnámskeið Samlífs 3. maí – 5. júní 2019 Sjávarvistfræði

Námskeiðið fór fram í Öskju, Kvennaskólanum og Hafrannsóknarstofnun. Fyrir­lesarar voru Dr. Steven Campana,  Sólveig Rósa Ólafsdóttir, Steinunn Hilma Ólafs­dóttir, Dr. Marianne Rasmus­sen, Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Dr. Freydís Vigfúsdóttir, Her­mann Dreki Guls, Dr. Sindri Gíslason, Jónas Páll Jónasson, Dr. Lísa Anne Libungan, Dr. Klara Jakobsdóttir, Margrét Hugadóttir og Dr. Guðmundur Þórðarson.

Umsögn vegna leyfisbréfs

Samlíf sendi umsögn vegna máls 801, frumvarps um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 á vormánuðum og fulltrúar félagsins mættu fyrir allsherjarnefnd alþingis vegna þess. Í umsögninni var lögð áhersla á að erfitt væri að sjá hvernig breytingin styrki gæði líffræðikennslu á landinu. Lög…

Details

“New Perspectives in Science Education”

Hólmfríður Sigþórsdóttir og Rúna Björk Smáradóttir fóru á “New Perspectives in Science Education” ráðstefnu í Flórens í mars 2019 gegn styrkveitingu frá SEF. Áhugaverða ráðstefna í einstaklega fallegu umhverfi. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður í kennslufræði raungreina sem sýnda svart á hvítu að áskoranirnar eru allstaðar þær sömu.  Þátttaka á alþjóðlegum ráðstefnum sem þessari nýtist í…

Details

LÍFfærin á Ásmundarsal

LÍFfærin er sýning nýrra glerlíffæra unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna sem sjálfir hafa gefið líffæri og þegið og gæða hin köldu glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði. Sigga Heimis tók á móti félagsfólki Samlífs og leiddi um sýninguna.