Landskeppnin í líffræði 2017

Undankeppni fyrir val landsliðs framhaldsskólanna í líffræði fer fram 25. janúar nk. Keppnin fer þannig fram að nemendur þreyta 60 mínútna próf sem samanstendur af 50 krossaspurningum á ensku. Prófinu fylgir orðalisti með þýðingum fræðilegra hugtaka. Önnur hjálpargögn eru ekki leyfð. Þátttakendur í keppninni mega ekki hafa náð 20 ára aldri þann 1. júlí 2017…

Details

Aðalfundur 2017

Boðað er til aðalfundar Samlífs, samtaka líffræðikennara laugardaginn 14. janúar kl. 12:00 á Lækjarbrekku. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar Samlífs fyrir árið 2016. 3. Reikningar Samlífs fyrir árið 2016. 4. Lagabreyting 5. Kjör stjórnarfólks 6. Önnur mál. 7. Matur. 8. Fræðsluerindi: Platome Líftækni – Endurvinnsla á blóðflögum. Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson.…

Details

Rannsóknar- og þróunarsetur Bláa lónsins

Í framhaldi af sumarnámskeiði um ónæmisfræði stendur til að heimasækja Rannsóknar- og þróunarsetur Bláa lónsins fimmtudaginn 8. desember kl. 15:30.
Nokkur sæti eru laus fyrir starfandi líffræðikennara, áhugasamir sendið endilega póst á liffraedikennarar@gmail.com

Ályktun um stöðu raungreina í styttri framhaldsskólum

Til: Mennta- og menningarmálaráðherra Efni: Ályktun um stöðu raungreina í styttri framhaldsskólum. Á undanförnum árum hefur verið vegið að kennslu raungreina (líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði) í íslenskum framhaldsskólum, með fækkun eininga til stúdentsprófs. Samlíf, samtök líffræðikennara, sendu ályktanir til Mennta- og menningarmálaráðherra árin 2013, 2014 og 2015 vegna niðurskurðar í raungreinakennslu. Einnig sendi félagið…

Details

Sumarnámskeið um ónæmisfræði

Sumarnámskeið ársins var um ónæmisfræði. Námskeiðið fór fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í sumar. Fyrirlesarar voru Próf. Ingileif Jónsdóttir, Próf. Björn Rúnar Lúðvíksson, Próf. Jóna Freysdóttir, Dr. Stefanía P Bjarnarson, Dr. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, Dr. Unnur Steina Björnsdóttir og Dr. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. Farið var í heimsóknir  á rannsóknastofu í LHÍ í ónæmisfræði, á Íslenskri…

Details

Ný stjórn Samlífs kosin 2. apríl

Aðalfundur Samlífs fór fram 2. apríl á fundinum voru venjuleg aðalfundastörf og fræðslerindi Snorra Baldurssonar. Áfram í stjórn eru Hólmfríður Sigþórsdóttir formaður, Rúna Björk Smáradóttir gjaldkeri og Þórhallur Halldórsson meðstjórnandi og tengiliður við IBO. Úr stjórn ganga þau Arnar Pálsson frá HÍ sem hefur verið sérlega öflugur og góður tengiliður við HÍ og líffræðifélagið og…

Details

Aðalfundur Samlífs 2. apríl – Snorri Baldurs: Uppruni og þróun íslenska lífríkisins

Félagsbréf_1_16Aðalfundur Samlífs Boðað er til aðalfundar Samlífs, samtaka líffræðikennara laugardaginn 2. apríl 2016 kl. 12:00 á Litlu Brekku við Lækjarbrekku. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fundarsetning. Skýrsla stjórnar Samlífs fyrir árið 2015. Reikningar Samlífs fyrir árið 2015. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins. Önnur mál. Matarmikil súpa borin fram. Fræðsluerindi: Uppruni og þróun íslenska  lífríkisins. Dr. Snorri…

Details

Sumarnámskeið 2016 – ónæmisfræði

Sumarnámskeið Samlífs í ár er tileinkað ónæmisfræði og verður haldið dagana 14. – 16. júní.   Námskeiðið er ætlað líffræðikennurum á öllum skólastigum sem fjalla um mannslíkamann, varnir hans og heilbrigðan lífstíl. Nám­skeið­ið fellur vel að grunnþáttum menntunar um heilbrigði og lífstíl.   Meginmarkmiðið er endurmenntun á sviði ónæmis­fræða, fræðsla um nýjar rannsóknar niður­stöð­ur, tengsla­myndur…

Details

Niðurstöður úr forvali fyrir Ólympíuliðið í líffræði

Forval fyrir ólympíuleikana í líffræði fór fram í lok janúar. Nemendur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Fjölbrautarskóla Vesturlands Fjölbrautarskóla Garðabæjar, Menntaskóla Reykjavíkur, Menntaskólanum í Hamrahlíð, Menntaskóla Akureyra, Flensborgarskóla, Fjölbrautarskólanum á Laugum og Réttarholtsskóla tóku þátt, alls 73 nemendur. Úrslit í forvalinu liggja nú fyrir. Eftirtöldum nemendum sem fengu flest stig og uppfylla aldursskilyrði um þátttöku í…

Details

Ólympíuleikar í líffræði – forval í janúar 2016

IBO_augl2015 Ólympíuleikarnir í líffræði (http://ibo2016.org/) verða haldnir í Víetnam 17. til 24. júlí næstkomandi. Við Íslendingar ætlum að taka þátt í fyrsta sinn og hafa þau Þórhallur Halldórsson (FÁ), Jóhanna Arnórsdóttir (MR) og Arnar Pálsson (HÍ) tekið af sér að sjá um undirbúning. Þau Þórhallur og Jóhanna hafa verða fararstjórar. Arnar Pálsson er tengiliður við…

Details