Af aðalfundi Samlífs

Stjórn Samlífs 2014-2015 var að mestu endurkjörin, Ester Ýr Jónsdóttir var kosin til áframhaldandi formennsku, Arnar Pálsson, Hólmfríður Sigþórsdóttir og Rúna Björk Smáradóttir voru sömuleiðis endurkjörin. Halla Sigríður Bjarnadóttir gaf ekki kost á sér áfram og þökkum við henni kærlega fyrir störf í þágu líffræðikennslu á Íslandi. Í stað Höllu var kosinn nýr meðstjórnandi Eiríkur…

Details

Aðalfundur Samlífs

Boðað er til aðalfundar Samlífs, samtaka líffræðikennara laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 12:00 í Háteig, fundarsal á Grand Hótel í Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:1. Fundarsetning.2. Skýrsla stjórnar Samlífs fyrir árið 2013.3. Reikningar Samlífs fyrir árið 2013.4. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins.5. Önnur mál.6. Kaffi.7. Fræðsluerindi: Siðfræði þekkingar. Dr. Arnar Pálsson.8. Fundarslit. Allir líffræðikennarar eru…

Details

Nýtt námsefni í umhverfisfræði

Marta Guðrún Daníelsdóttir kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ hefur sett saman vefsíðu með námsefni og verkefnum sem ætluð eru fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Námsefnið hentar vel í áföngum á öðru þrepi og sum verkefnanna má auðveldlega aðlaga áföngum á þriðja þrepi. Námsefnið hentar best í kennslu þar sem áhersla er á verkefnamiðað nám. Þessi síða…

Details

Bókakynningarfundur

Kynning verður á námsefni, í MH, 11. mars kl. 17:30 í stofu nr. 11 sem er á efri hæð austanvert í skólahúsinu, nálægt bókasafninu. Kynning á námsefni sem búið er að vinna og stendur til að gera. Höfundar námsefnis sem hafa áhuga á að kynna efni sitt eru beðnir um að hafa samband við stjórn…

Details

Samlíf 30 ára – Afmælisráðstefna Samlífs – Líffræðiráðstefnan

Í tilefni af 30 ára afmæli Samlífs halda samtökin ráðstefnu í samstarfi við Líffræðiélagið.  Ráðstefnan fer fram dagana 8. og 9. nóvember 2013.  Samlíf hvetur alla líffræðikennara á hvaða skólastigi sem er að sækja ráðstefnuna.  Sérstök athygli er vakin á einum efnisþætti hennar, líffræðikennslu.  Dagskrá og upplýsingar um ráðstefnuna verður að finna hér: http://biologia.is/um-radstefnuna-2013/.

Dagur íslenskrar náttúru

Á Degi íslenskrar náttúru sendi Samlíf frá sér eftirfarandi ályktun:

Reykjavík, 16. september 2013

Til: Mennta- og menningarmálaráðherra

Efni: Ályktun um niðurskurð í raungreinum í framhaldsskólum

Samlíf, samtök líffræðikennara hvetja mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til þess að gaumgæfa vel uppbyggingu í raungreinakennslu með áherslu á verklega kennslu til að tryggja

Details

Málþing um náttúrufræðimenntun, 5. júní 2013

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00.
Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London
.

Aðalfundur Samlífs 2013

Boðað er til aðalfundar Samlífs laugardaginn 20. apríl kl. 14:00.  Fundurinn fer fram á Litlubrekku í húsi bak við veitingahúsið Lækjarbrekku, Lækjargötu í Reykjavík.  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.  Boðið verður upp á fræðsluerindi að kaffi loknu.  Samlíf býður upp á kaffi, þeir sem óska að vera með (allir líffræðikennarar eru meira en velkomnir) eru beðnir um að senda formanni boð…

Details