Nýtt fólk í stjórn Samlífs og vel heppnað fræðsluerindi

Á aðalfundi Samlífs sem haldinn var laugardaginn 21. apríl 2012 urðu breytingar á stjórn félagsins.  Jóhann Guðjónsson, Flensborg, sem hefur verið stoð og stytta félagsins undanfarin ár baðst undan áframhaldandi setu í stjórn.  Jóhann hefur starfað meira og minna með félaginu í um 20 ár.  Að auki gekk úr stjórn Ólafur Örn Pálmarsson, Laugalækjarskóla.  Ester…

Details

Aðalfundur Samlífs 2012

Boðað er til aðalfundar Samlífs laugardaginn 21. apríl kl.11:00.  Fundurinn fer fram á Litlubrekku í húsi bak við veitingahúsið Lækjarbrekku, Lækjargötu í Reykjavík.  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.  Boðið verður upp á fræðsluerindi að hádegisverð loknum.  Samlíf býður til hádegisverðar, þeir sem óska að vera með (allir líffræðikennarar eru meira en velkomnir) eru beðnir um að senda formanni boð á…

Details

Námskeið um lífeðlisfræði, 14. – 16. júní 2011

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á grunn- og framhaldsskólastigi.  Dagskrá námskeiðsins er enn í vinnslu.  Þetta er hugsað sem þriggja daga námskeið, þannig að á fyrsta degi verði fyrirlestrar, á öðrum degi verði verklegar æfingar. Þriðji dagurinn verði svo notaður til að búa til verkefni og verklýsingar fyrir verklegar æfingar í lífeðlisfræði. Verkefnin verða svo sett…

Details

„Erfðamengjaöldin: Framfarir í líffræði og mannerfðafræði“, 7. – 8. janúar 2011

Dagana 7. og 8. janúar 2011 verður haldin ráðstefna á vegum Samlífs sem ber yfirskriftina „Erfðamengjaöldin: Framfarir í líffræði og mannerfðafræði“.  Ráðstefnan verður samtvinnuð námskeiði og verður haldin í Öskju, húsi náttúrufræðinga við Háskóla Íslands.  Farið verður yfir helstu framfarir í erfðafræði og skyldum greinum.  Kennarar eru sérfræðingar við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Kerfislíffræðisetur HÍ,…

Details

Námskeið um fugla í nágrenni okkar, 18. – 20. júní 2010

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á grunn- og framhaldsskólastigi.  Dagskrá námskeiðsins má sjá hér.  Umsóknarfrestur er til 22. maí 2010.  Fjöldi umsækjenda á þeim degi ræður því hvort námskeiðið verður haldið eður ei.  Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang Jóhanns, johann@flensborg.is eða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Námskeið um landspendýr á Íslandi, 18. – 20. júní 2009

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á hvaða skólastigi sem þeir eru.  Dagskrá námskeiðsins má sjá hér.  Umsóknarfrestur er til 22. maí 2009.  Fjöldi umsækjenda á þeim degi ræður því hvort námskeiðið verður haldið eður ei.  Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang formanns, johann@flensborg.is eða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.