Staður: Askja, hús náttúrufræðinga við Háskóla Íslands, og byggingar í nágrenni Öskju.
Námskeiðið er ætlað áhugafólki um líffræði, erfðafræði og læknisfræði, einnig hentugt fyrir líffræðikennara.
1. dagur – Föstudagurinn 7. janúar 2011,
13:00
Upprifjun á erfðafræði – kynning á erfðamengjafræði og skyldum greinum.
Æfing 1. Byrjað með gen í ávaxtaflugu og samsvarandi gen í manninum fundið.
Staður: Stofa 131 í Öskju.
14:20 Kaffihlé.
14.40 Kynning á mannerfðafræði og kerfislíffræði.
Staður: Stofa 131 í Öskju.
16.00
Vettvangsferð í Decode.
Staður: Sturlugata 8.
17.00 Vettvangsferð í kerfislíffræðisetur.
Staður: Sturlugata 8.
2. dagur – Laugardagurinn 8. janúar 2011,
9.00 Hvernig var erfðamengi mannsins raðgreint? Kortlagning gena.
Æfing 2. Siðfræði erfðarannsókna – veik gen og sterk.
Staður: Stofa 131 í Öskju.
10.20 Kaffihlé.
10.40 Nýjustu aðferðir við raðgreiningu og rannsóknir á genastarfsemi.
Gönguferð um sameindatilraunastofuna síðustu 20 mín.
Staður: Stofa 131 í Öskju.
12.00 Hádegishlé.
13.00 Erfðamengi í umhverfinu og sambýlislífverum.
Æfing 3. Erfðamengi hvatbera í sveppum og þörungum.
Staður: Stofa 131 í Öskju.
14.20 Kaffihlé.
14:40 Rannsóknir á þróun lífvera, t.d. mannsins.
Æfing 4. Samanburður á tegundum og munur á milli þjóða. Hapmap verkefnið.
Staður: Stofa 131 í Öskju.
Umsjón: Arnar Pálsson, erfðafræðingur og dósent við HÍ, stjórnarmaður Samlífs.
Fjöldi: Þátttakendur verða á bilinu 24 – 32 talsins.
Verð: Námskeiðsgjald er 5.000 kr. Framhaldsskólakennurum er bent á möguleika á endurgreiðslu námskeiðsgjalds úr B-deild Vísindasjóðs.
Skráning: Skráning þarf að berast fyrir 20.12.2010 og fer fram í gegnum tölvupóst sem sendist á Ester Ýr, formann Samlífs, ester@fsu.is. Þátttakendur fá við skráningu upplýsingar um fyrirkomulag á greiðslu námskeiðsgjalds.
Heppilegt er að þátttakendur komi með fartölvur vegna verkefnavinnu.
Fjöldi umsókna sem borist hafa 20.12.2010 ræður því hvort námskeiðið verður haldið eður ei.