Sumarnámskeið Samlífs – samtaka líffræðikennara

Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi.

Gert er ráð fyrir að fyrirlestrar taki um eina klukkustund, að þeim loknum gefst tími til umræðna.

1. dagur – Föstudagurinn 18. júní,
9.00 Brottför frá Umferðarmiðstöðinni.
10.30 Koma í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Skráning þátttakenda – kaffi.
11.00 Garðfuglakönnun: Ólafur Einarsson, fuglafræðingur og framhaldsskólakennari við MS, og Örn Óskarsson, framhaldsskólakennari í FSu.
Umræður
12.00
Hádegisverður í MB.
13.00 Íslenskir vaðfuglar: Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Háskólaseturs Suðurlands.
Umræður
14.15 Fuglaljósmyndun: Sigurjón Einarsson, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins.
Umræður
15.15 Kaffi.
15.25 Brottför frá Borgarnesi.
16.20 Koma á Umferðarmiðstöð.

2. dagur – Laugardagurinn 19. júní 2010,
8.30 Morgunverður á Umferðarmiðstöð.
9.00 Brottför frá Umferðarmiðstöð.
10.00 Skoðunarferð um Borgarnes.
12.00 Hádegisverður á Hótel Borgarnes.
13.00 Feltskoðun um Borgarfjörð. Hafið með ykkur sjónauka og myndavél.
15.30 Brottför frá Borgarnesi.

3. dagur Sunnudagurinn 20. júní 2010,
9.00 Brottför frá Umferðarmiðstöð.
10.00 Koma í MB.
Kaffi og meðlæti.
10.30 Endurheimt votlendis og áhrif á fugla: Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
11.30 Hádegismatur í MB.
12.30 Verkefnavinna undir stjórn Ólafs Einarssonar, framhaldsskólakennara, Svönu Bjarnadóttur, grunnskólakennara og Þóru Árnadóttur.
Búin til verkefni sem þátttakendur geta farið með heim og unnið frekar. Verkefnin verða svo sett inn á heimasíðuna lifkennari.is þar sem þau verða öllum opin.
14.00 Kaffi.
15:00 Námskeiðslok.
Brottför frá Borgarnesi.

Umsjón: Jóhann Guðjónsson, johann@flensborg.is

Námskeiðskostnaður verður lítill (vonandi enginn).

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á grunn- og framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er til 22. maí 2010. Fjöldi umsækjenda á þeim degi ræður því hvort námskeiðið verður haldið eður ei. Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang Jóhanns, johann@flensborg.is eða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.