Sumarnámskeið Samlífs – samtaka líffræðikennara

Staður: Flensborgarskólinn í Hafnarfirði.

Gert er ráð fyrir að fyrirlestrar taki um eina klukkustund, að þeim loknum gefst tími til umræðna.

1. dagur – Fimmtudagurinn 18. júní,
9.00 Skráning þátttakenda – kaffi
9.30 Refur: Páll Hersteinsson prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands
Umræður
11.00 Minkur: Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vesturlands á Stykkishólmi
Umræður
12.30 -13.30 Hádegisverður
13.30 Hreindýr: Skarphéðinn G. Þórisson, Náttúrustofu Austurlands
Umræður
15.00 Mýs: Ester Rut Unnsteinsdóttir, Melrakkasetri Íslands, Súðavík
Umræður
16.30 Lok fyrsta dags

2. dagur – Föstudagurinn 19. júní 2009,
8.00 Morgunverður á Hótel Loftleiðum
9.00 Felt í Öskjuhlíð að skoða kanínur.
Leiðbeinandi: Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir Framhaldsskóla Snæfellinga, Grundarfirði
12.00 Hádegisverður í Flensborgarskóla
13.30 Kanínur: Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir Framhaldsskóla Snæfellinga, Grundarfirði
Umræður
15.00 Kaffi og lok annars dags

3. dagur Laugardagurinn 20. júní 2009
10.00 Léttur morgunverður
10.30 Verkefnavinnsla – Hópavinna
Búin til verkefni sem þátttakendur geta farið með heim og unnið frekar. Verkefnin verða svo sett inn á heimasíðuna lifkennari.is þar sem þau verða öllum opin.
12.00 Hádegismatur
13.00 Lokið við verkefni og þau kynnt
Um 14.30 Námskeiðslok

Umsjón: Jóhann Guðjónsson formaður Samlífs, johann@flensborg.is

Námskeiðskostnaður verður lítill (vonandi enginn).

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á hvaða skólastigi sem þeir eru. Umsóknarfrestur er til 22. maí 2009. Fjöldi umsækjenda á þeim degi ræður því hvort námskeiðið verður haldið eður ei. Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang formanns, johann@flensborg.is eða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.