Sumarnámskeið Samlífs – samtaka líffræðikennara

Staður: Vestmannaeyjar.

1. dagur – Mánudagurinn 10. júní,
7.45 – 9.30
Ekið með rútu frá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík til Landeyjahafnar.
10.00 – 10.30
Siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja.
10.30 – 12.00
Farangri komið fyrir á gististað.
12.00 – 13.00 Hádegisverður.
13.00 – 15.00 Fyrirlestrar. Jarðfræði og sjávarvistfræði Eyjagrunns I.
15.15 – 16.00 Heimsókn á Surtseyjarstofu.
16.00 – 24.00 Frjáls tími, kvöldverður á eigin vegum.
24.00 -2.00 Nætursjófuglaskoðun með miðnætursiglingu á m.b. Víking við Elliðaey með leiðsögn.
2.00 Lok fyrsta námskeiðsdags.

2. dagur – Þriðjudagurinn 11. júní.
11.00 – 12.00 Fyrirlestur: Flóra Vestmannaeyja.
12.00 – 13.00 Hádegisverðarhlé.
13.00 – 15.00 Fyrirlestrar: Vistfræði sjófugla við Vestmannaeyjar.
15.15 – 18.15 Vettvangsferð um Heimaey.
18.15
Lok annars námskeiðsdags.
19.30 Hátíðarkvöldverður í boði Samlífs.

3. dagur – Miðvikudagurinn 12. júní,
10.00 – 12.00
Fyrirlestrar: Sjávarvistfræði Eyjagrunns II.
12:00 – 13.00
Hádegisverðarhlé.
13.00 – 14.00 Heimsókn á Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja.
14:00 Námskeiðslok.
16.30 Mæting út í Herjólf.
17.30 – 18:00
Siglt með Herjólfi
20.15 Áætluð koma til Reykjavíkur.

Umsjón: Ester Ýr Jónsdóttir og Erpur Snær Hansen.

Skráningargjald er 15.000 kr en inni í því er rúta milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar, sigling með Herjólfi, fyrirlestrar, vettvangsferð, miðnætursigling, hádegisverður og kaffi í hléum ásamt gistingu í tvær nætur á hóteli.

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á grunn- og framhaldsskólastigi. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2013. Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang formanns, esteryr (hjá) gmail.com.