Samlífs árið 2019

Félagsfólk í Samlíf er 268 (þar af 132 í KÍ). Mikið starf var í félaginu á síðasta starfsári að vanda. Aðalfundur með fræðsluerindi var haldinn. Sýningarnar Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni og Líffærin á Ásmundarsal voru heimsóttar. Landskeppnin í líf­fræði var haldin, félagsfólk samdi spurningar fyrir inntökupróf í læknadeild, stjórnarfólk sótti ráðstefnu erlendis og…

Details

Örnámskeið á Líffræðiráðstefnu

Samlíf stóð fyrir örnámskeiði um kolefnisjöfnun á Líffræðiráðstefnunni 2019. Stefán Gíslason hélt erindið „Ekki er öll kolefnisjöfnun eins“ þar sem hann kynnti ólíkar aðferðir í kolefnisjöfnun og reikniaðferðir sem handhægar eru í kennslustofunni. Stefán er líffræðingur með MSc-gráðu í umhverfisstjórnun frá Háskólanum í Lundi. Síðustu tvo áratugi hefur hann unnið við umhverfisráðgjöf undir merkjum eigin…

Details

IBO Ungverjalandi

Samlíf tók þátt í Ólympíuleikunum í líffræði í Ungverjalandi. Þrír kennarar fóru sem fararstjórar í ár og var mikil ánægja með það. Reynt verður að afla styrkja þannig að það verði einnig mögulegt á næsta ári. Jóhanna Arnórsdóttir hefur leitt starfið og séð að mestu um að afla fjár. Jóhanna hefur dregið sig út úr…

Details

OPWALL

Samstarf Breska kennslufyrirtækisins, Operation Wallacea og Samlífs var með þeim hætti að fulltrúar frá Menntaskólanum á Ísafirði fóru til Hondúras og Flensborgarskólans til Suður- Afríku. Frekara samstarf er ekki ljóst en áhuginn augljós.

Sumarnámskeið Samlífs 3. maí – 5. júní 2019 Sjávarvistfræði

Námskeiðið fór fram í Öskju, Kvennaskólanum og Hafrannsóknarstofnun. Fyrir­lesarar voru Dr. Steven Campana,  Sólveig Rósa Ólafsdóttir, Steinunn Hilma Ólafs­dóttir, Dr. Marianne Rasmus­sen, Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Dr. Freydís Vigfúsdóttir, Her­mann Dreki Guls, Dr. Sindri Gíslason, Jónas Páll Jónasson, Dr. Lísa Anne Libungan, Dr. Klara Jakobsdóttir, Margrét Hugadóttir og Dr. Guðmundur Þórðarson.

Umsögn vegna leyfisbréfs

Samlíf sendi umsögn vegna máls 801, frumvarps um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 á vormánuðum og fulltrúar félagsins mættu fyrir allsherjarnefnd alþingis vegna þess. Í umsögninni var lögð áhersla á að erfitt væri að sjá hvernig breytingin styrki gæði líffræðikennslu á landinu. Lög…

Details

“New Perspectives in Science Education”

Hólmfríður Sigþórsdóttir og Rúna Björk Smáradóttir fóru á “New Perspectives in Science Education” ráðstefnu í Flórens í mars 2019 gegn styrkveitingu frá SEF. Áhugaverða ráðstefna í einstaklega fallegu umhverfi. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður í kennslufræði raungreina sem sýnda svart á hvítu að áskoranirnar eru allstaðar þær sömu.  Þátttaka á alþjóðlegum ráðstefnum sem þessari nýtist í…

Details

LÍFfærin á Ásmundarsal

LÍFfærin er sýning nýrra glerlíffæra unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna sem sjálfir hafa gefið líffæri og þegið og gæða hin köldu glerlíffæri lífi með ljósi og hljóði. Sigga Heimis tók á móti félagsfólki Samlífs og leiddi um sýninguna.

Vatnið í náttúru Íslands, Perlunni

Félagsfólk Samlífs heimsótti sýninguna Vatnið í náttúru Íslands. Sýningin  fjallar um vatn frá ýmsum hliðum til að mynda um eðli vatnsauðlindarinnar, hlutverk fjölbreytileika vatnalífríkis, frá jurtum, örverum og dýrum til heilla vistkerfa. Sýningin veitir innsýn í vatnið okkar dýrmæta og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu. Náttúrufræðikennarar eru hvattir til að mæta með…

Details

Aðalfundur var haldinn í 12. janúar 2019 í Alvar Aalto stofunni í Norræna húsinu

Fráfarandi stjórn var endurkjörin, en MR-kennararnir Jóhanna og Sólveig skiptu um hlut­verk. Sólveig Hannesdóttir tók sæti ritara en Jóhanna Arnórsdóttir fór í varastjórn. Stjórn Samlífs fyrir starfsárið 2019 til 2020 er því Hólmfríður Sigþórsdóttir Flensborg (formaður) Rúna Björk Smáradóttir  FÁ (gjaldkeri) Sólveig Hannesdóttir MR (ritari) Helga Eyja Hrafnkelsdóttir Hvaleyrarskóla (meðstjórnandi) Sigríður Rut Franzdóttir HÍ (meðstjórnandi)…

Details

Ólympíuleikarnir í líffræði í Íran

Samlíf tók þátt í Ólympíuleikunum í líffræði í Íran. Jóhanna Arnórsdóttir hefur leitt starfið og séð að mestu um að afla fjár. IBO nefnd Samlífs tókst með mikilli þrautseigju að fjármagna þátttöku með styrkjum. Fjárhagur IBO er aðskilinn Samlífs þó tekjur og gjöld fylgi hér með til upplýsingar. Með fylgjandi er greinargerð vegna leikanna. Ólympíukeppnin…

Details

Erfðamengi Íslenskra tegunda

Sumarnámskeið Samlífs 4. maí – 6. júní 2018: Erfðamengi Íslenskra tegunda Námskeiðið fór fram í Öskju og Menntaskólanum í Reykjavík og heppnaðist mjög vel. Fyrir­lesarar voru meðal annars Dr. Arnar Pálsson, Benjamín Sigurgeirsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Dr. Kristinn Pétur Magnússon, Dr. Snæbjörn Pálsson, Dr. Sigríður Rut Franzdóttir, Dr. Katrín Halldórsdóttir og tveir breskir kennarar frá fyrirtækinu…

Details

Aðalfundurinn 2018

Aðalfundur var haldinn í 13. janúar 2018 í Alvar Aalto sal Norræna hússins þar sem hefðbundin fráfarandi stjórn var endurkjörin, áfram sitja því Hólmfríður Sigþórsdóttir Flensborg (formaður)Rúna Björk Smáradóttir  FÁ (gjaldkeri)Jóhanna Arnórsdóttir MR ritari / IBOHelga Eyja Hrafnkelsdóttir Hvaleyrarskóla meðstjórnandiSigríður Rut Franzdóttir HÍ meðstjórnandiÞórhallur Halldórsson FÁ meðstjórnandi / IBOSólveig Hannesdóttir  MR (varastjórn)Þórhalla Arnardóttir VÍ (varastjórn)…

Details

Stjórnarkonur á ráðstefnu

Hólmfríður Sigþórsdóttir og Rúna Björk Smáradóttir fóru á ráðstefnu Association for Science Education (ASE), í University of Liverpool í Bretlandi, í janúar 2018. Ánægja var með ferðina og hefur námsefni og hugmyndum verið deilt til félagsfólk í gegnum facebookarsíðu félagsins meðal annars um ljóstillífunar af öllum gerðum, heilaæxli, Lupus, stöðu líffræðinnar og útikennslu, atferli fíla…

Details

Sumarnámskeiðið 2017

Sumarnámskeiðið 2017 er tileinkað umhverfisfræði. Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=427V17&n=umhverfisfraedi&fl=framhaldsskolakennarar Innifalið auk fyrirlestra eru veitingar í kaffihléum og hádegisverður alla dagana. Skráningarfrestur er til 15. maí, staðfestingargjald 5.000 kr. skal millifæra á Samlíf, reikningur 311-26-1676, kt. 6102841169, skýring = sumarnámskeið, staðfesting sendist á liffraedikennarar@gmail.com Dagskráin er eftirfarandi 31. maí, miðvikudagur, stofnun Sæmundar fróða,…

Details

Landslið fyrir Ólympíuleikana í líffræði

Ólympíukeppni í líffræði hefur verið haldin 27 sinnum. Fyrsta keppnin var í Tékkóslóvakíu árið 1990 en Ísland tók fyrst þátt árið 2016, þegar fjórir keppendur fóru til Víetnam. Nú hefur lið fyrir ólympíuleikana á Bretlandi í sumar verið valið eftir forkeppnir síðla vetrar. Ólympíuleikarnir eru keppni fjögurra manna liða frá 68 löndum og fara þeir…

Details

Að loknum aðalfundi

Aðalfundur Samlífs fór fram 14. janúar á fundinum voru venjuleg aðalfundastörf og fræðsluerindis dr. Ólafs Eysteins Sigurjónssonar. Stjórn var endurkjörin og til viðbóta í stjórn kemur Helga Eyja Hrafnkelsdóttir inn sem fulltrúi grunnskólakennara. Stjórninga 2017 til 2018 skipa því ·   Hólmfríður Sigþórsdóttir Flensborg, formaður ·   Rúna Björk Smáradóttir  FÁ, gjaldkeri ·   Jóhanna Arnórsdóttir MR, ritari…

Details

Landskeppnin í líffræði 2017

Undankeppni fyrir val landsliðs framhaldsskólanna í líffræði fer fram 25. janúar nk. Keppnin fer þannig fram að nemendur þreyta 60 mínútna próf sem samanstendur af 50 krossaspurningum á ensku. Prófinu fylgir orðalisti með þýðingum fræðilegra hugtaka. Önnur hjálpargögn eru ekki leyfð. Þátttakendur í keppninni mega ekki hafa náð 20 ára aldri þann 1. júlí 2017…

Details

Aðalfundur 2017

Boðað er til aðalfundar Samlífs, samtaka líffræðikennara laugardaginn 14. janúar kl. 12:00 á Lækjarbrekku. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar Samlífs fyrir árið 2016. 3. Reikningar Samlífs fyrir árið 2016. 4. Lagabreyting 5. Kjör stjórnarfólks 6. Önnur mál. 7. Matur. 8. Fræðsluerindi: Platome Líftækni – Endurvinnsla á blóðflögum. Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson.…

Details

Rannsóknar- og þróunarsetur Bláa lónsins

Í framhaldi af sumarnámskeiði um ónæmisfræði stendur til að heimasækja Rannsóknar- og þróunarsetur Bláa lónsins fimmtudaginn 8. desember kl. 15:30.
Nokkur sæti eru laus fyrir starfandi líffræðikennara, áhugasamir sendið endilega póst á liffraedikennarar@gmail.com

Ályktun um stöðu raungreina í styttri framhaldsskólum

Til: Mennta- og menningarmálaráðherra Efni: Ályktun um stöðu raungreina í styttri framhaldsskólum. Á undanförnum árum hefur verið vegið að kennslu raungreina (líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði) í íslenskum framhaldsskólum, með fækkun eininga til stúdentsprófs. Samlíf, samtök líffræðikennara, sendu ályktanir til Mennta- og menningarmálaráðherra árin 2013, 2014 og 2015 vegna niðurskurðar í raungreinakennslu. Einnig sendi félagið…

Details

Sumarnámskeið um ónæmisfræði

Sumarnámskeið ársins var um ónæmisfræði. Námskeiðið fór fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í sumar. Fyrirlesarar voru Próf. Ingileif Jónsdóttir, Próf. Björn Rúnar Lúðvíksson, Próf. Jóna Freysdóttir, Dr. Stefanía P Bjarnarson, Dr. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, Dr. Unnur Steina Björnsdóttir og Dr. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. Farið var í heimsóknir  á rannsóknastofu í LHÍ í ónæmisfræði, á Íslenskri…

Details

Ný stjórn Samlífs kosin 2. apríl

Aðalfundur Samlífs fór fram 2. apríl á fundinum voru venjuleg aðalfundastörf og fræðslerindi Snorra Baldurssonar. Áfram í stjórn eru Hólmfríður Sigþórsdóttir formaður, Rúna Björk Smáradóttir gjaldkeri og Þórhallur Halldórsson meðstjórnandi og tengiliður við IBO. Úr stjórn ganga þau Arnar Pálsson frá HÍ sem hefur verið sérlega öflugur og góður tengiliður við HÍ og líffræðifélagið og…

Details

Aðalfundur Samlífs 2. apríl – Snorri Baldurs: Uppruni og þróun íslenska lífríkisins

Félagsbréf_1_16Aðalfundur Samlífs Boðað er til aðalfundar Samlífs, samtaka líffræðikennara laugardaginn 2. apríl 2016 kl. 12:00 á Litlu Brekku við Lækjarbrekku. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fundarsetning. Skýrsla stjórnar Samlífs fyrir árið 2015. Reikningar Samlífs fyrir árið 2015. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins. Önnur mál. Matarmikil súpa borin fram. Fræðsluerindi: Uppruni og þróun íslenska  lífríkisins. Dr. Snorri…

Details

Sumarnámskeið 2016 – ónæmisfræði

Sumarnámskeið Samlífs í ár er tileinkað ónæmisfræði og verður haldið dagana 14. – 16. júní.   Námskeiðið er ætlað líffræðikennurum á öllum skólastigum sem fjalla um mannslíkamann, varnir hans og heilbrigðan lífstíl. Nám­skeið­ið fellur vel að grunnþáttum menntunar um heilbrigði og lífstíl.   Meginmarkmiðið er endurmenntun á sviði ónæmis­fræða, fræðsla um nýjar rannsóknar niður­stöð­ur, tengsla­myndur…

Details

Niðurstöður úr forvali fyrir Ólympíuliðið í líffræði

Forval fyrir ólympíuleikana í líffræði fór fram í lok janúar. Nemendur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Fjölbrautarskóla Vesturlands Fjölbrautarskóla Garðabæjar, Menntaskóla Reykjavíkur, Menntaskólanum í Hamrahlíð, Menntaskóla Akureyra, Flensborgarskóla, Fjölbrautarskólanum á Laugum og Réttarholtsskóla tóku þátt, alls 73 nemendur. Úrslit í forvalinu liggja nú fyrir. Eftirtöldum nemendum sem fengu flest stig og uppfylla aldursskilyrði um þátttöku í…

Details

Ólympíuleikar í líffræði – forval í janúar 2016

IBO_augl2015 Ólympíuleikarnir í líffræði (http://ibo2016.org/) verða haldnir í Víetnam 17. til 24. júlí næstkomandi. Við Íslendingar ætlum að taka þátt í fyrsta sinn og hafa þau Þórhallur Halldórsson (FÁ), Jóhanna Arnórsdóttir (MR) og Arnar Pálsson (HÍ) tekið af sér að sjá um undirbúning. Þau Þórhallur og Jóhanna hafa verða fararstjórar. Arnar Pálsson er tengiliður við…

Details

Bréf til ráðherra vegna rekstrarstyrkja til faggreinafélaga

Reykjavík, 1. desember 2015 Til: Mennta- og menningarmálaráðherra Efni: Rekstrarstyrkir til faggreinafélaga, MMR15090148   Í bréfi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsettu 15. september 2015 segir „Vakin er athygli á því að ráðuneytið hefur ákveðið að breyta verklagi við veitingu styrkjanna þannig að í framtíðinni verða þeir einungis veittir fyrir verkefni sem fagfélög eru fengin til…

Details

Asparglyttur og smellibjöllur – Smádýr 2015

Sumarnámskeið Samlífs hafa verið mjög vel sótt undanfarin ár. Smádýranámskeiðið sem haldið var dagana 10.-12. júní 2015 var engin undantekning þar á. Þátttakendur voru 28 að þessu sinni og komu alls staðar að af landinu, í hópnum voru grunn-, framhalds- og háskólakennarar fullir áhuga á að fræðast um pöddur. Í upphafi námskeiðs fluttu erindi þau Guðmundur…

Details

Ályktun um stöðu raungreina í styttri framhaldsskólum, niðurskurð og vinnumat.

Til: Mennta- og menningarmálaráðherra Efni: Ályktun um stöðu raungreina í styttri framhaldsskólum, niðurskurð og vinnumat. Á undanförnum árum hefur verið vegið að kennslu raungreina (líffræði, efna¬fræði, eðlis¬fræði og jarðfræði) í íslenskum framhaldsskólum, bæði með fækkun eininga til stúdents¬¬¬prófs og fjölgun nemenda í námshópum. Samlíf, samtök líffræðikennara, sendu ályktanir til Mennta- og menningar¬mála¬¬ráð¬herra árin 2013 og…

Details

Ný stjórn á aðalfundi

Á aðfundi Samlífs 21. mars urðu töluverðar breytingar. Ester Ýr Jónsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formensku og gekk út stjórn. Samlíf þakkar henni kærlega vel unnin störf í þágu félagsins. Hólmfríður Sigþórsdóttir tekur við sem formaður, áfram í stjórn eru þau Arnar Pálsson fyrir hönd Háskólakennara og Rúna Björk Smáradóttir gjaldkeri. Ný…

Details

Ályktun um Náttúruminjasafn Íslands

Reykjavík, 30. mars 2015 Til: Mennta- og menningarmálaráðherra Efni: Ályktun um Náttúruminjasafn Íslands Aðalfundur Samtaka líffræðikennara (Samlíf) haldinn 21. mars 2015 lýsir yfir vonbrigðum með þá stöðu sem Náttúruminjasafn Íslands býr við, þrátt fyrir að rúm 125 ár séu síðan hugmyndin um náttúrufræðisafn þjóðarinnar var fyrst rædd af alvöru. Um áratuga skeið ríkti algjör óvissa…

Details

Málþing um náttúrufræðimenntun 17.-18. apríl 2015

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 17.–18. apríl 2015 í Verzlunarskóla Íslands í Reykjavík á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Skráning fer fram með því að smella hér. Þátttakendur eru beðnir góðfúslega um að skrá sig fyrir 10. apríl. Að þinginu standa: Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands…

Details

Aðalfundur Samlífs 2015

Boðað er til aðalfundar Samlífs, samtaka líffræðikennara laugardaginn 21. mars 2015 kl. 12:00 á Litlu-Brekku, sal á annarri hæð í húsi bak við veitingastaðinn Lækjarbrekku í Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fundarsetning. Skýrsla stjórnar Samlífs fyrir árið 2014. Reikningar Samlífs fyrir árið 2014. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins. Önnur mál. Kaffi. Fræðsluerindi: Smásjártækni í líffræði. Kesara…

Details

Sumarnámskeið 2014 – Örverufræði

Samlíf hélt dagana 11. – 13. júní sitt árlega sumarnámskeið. Í ár fjallaði námskeiðið um örverufræði og var það haldið í húsakynnum Matís í samstarfi við starfsmenn þar og Örverufræðifélag Íslands. Námskeiðið var ætlað líffræðikennurum á hvaða skólastigi sem er. Markmið námskeiðsins var að þátttakendur öðlist aukna þekkingu á örverum, eiginleikum þeirra og hlutverkum, kynnist helstu…

Details

Alþjóðadagur Móður Jarðar

Á Alþjóðadegi Móður Jarðar sendi Samlíf frá sér ítrekun á ályktun sem send var sömu aðilum þann 16. september sl. en við henni hafa ekki komið nein viðbrögð af hálfu Mennta- og menningarmálaráðuneytis: Reykjavík, 22. apríl 2014 Til: Mennta- og menningarmálaráðherra Efni: Ályktun um niðurskurð í raungreinum í framhaldsskólum, ítrekun Íslenskt samfélag byggir á og…

Details

Af aðalfundi Samlífs

Stjórn Samlífs 2014-2015 var að mestu endurkjörin, Ester Ýr Jónsdóttir var kosin til áframhaldandi formennsku, Arnar Pálsson, Hólmfríður Sigþórsdóttir og Rúna Björk Smáradóttir voru sömuleiðis endurkjörin. Halla Sigríður Bjarnadóttir gaf ekki kost á sér áfram og þökkum við henni kærlega fyrir störf í þágu líffræðikennslu á Íslandi. Í stað Höllu var kosinn nýr meðstjórnandi Eiríkur…

Details

Aðalfundur Samlífs

Boðað er til aðalfundar Samlífs, samtaka líffræðikennara laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 12:00 í Háteig, fundarsal á Grand Hótel í Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:1. Fundarsetning.2. Skýrsla stjórnar Samlífs fyrir árið 2013.3. Reikningar Samlífs fyrir árið 2013.4. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins.5. Önnur mál.6. Kaffi.7. Fræðsluerindi: Siðfræði þekkingar. Dr. Arnar Pálsson.8. Fundarslit. Allir líffræðikennarar eru…

Details

Nýtt námsefni í umhverfisfræði

Marta Guðrún Daníelsdóttir kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ hefur sett saman vefsíðu með námsefni og verkefnum sem ætluð eru fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Námsefnið hentar vel í áföngum á öðru þrepi og sum verkefnanna má auðveldlega aðlaga áföngum á þriðja þrepi. Námsefnið hentar best í kennslu þar sem áhersla er á verkefnamiðað nám. Þessi síða…

Details

Bókakynningarfundur

Kynning verður á námsefni, í MH, 11. mars kl. 17:30 í stofu nr. 11 sem er á efri hæð austanvert í skólahúsinu, nálægt bókasafninu. Kynning á námsefni sem búið er að vinna og stendur til að gera. Höfundar námsefnis sem hafa áhuga á að kynna efni sitt eru beðnir um að hafa samband við stjórn…

Details

Samlíf 30 ára – Afmælisráðstefna Samlífs – Líffræðiráðstefnan

Í tilefni af 30 ára afmæli Samlífs halda samtökin ráðstefnu í samstarfi við Líffræðiélagið.  Ráðstefnan fer fram dagana 8. og 9. nóvember 2013.  Samlíf hvetur alla líffræðikennara á hvaða skólastigi sem er að sækja ráðstefnuna.  Sérstök athygli er vakin á einum efnisþætti hennar, líffræðikennslu.  Dagskrá og upplýsingar um ráðstefnuna verður að finna hér: http://biologia.is/um-radstefnuna-2013/.

Dagur íslenskrar náttúru

Á Degi íslenskrar náttúru sendi Samlíf frá sér eftirfarandi ályktun:

Reykjavík, 16. september 2013

Til: Mennta- og menningarmálaráðherra

Efni: Ályktun um niðurskurð í raungreinum í framhaldsskólum

Samlíf, samtök líffræðikennara hvetja mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til þess að gaumgæfa vel uppbyggingu í raungreinakennslu með áherslu á verklega kennslu til að tryggja

Details

Málþing um náttúrufræðimenntun, 5. júní 2013

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00.
Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London
.

Aðalfundur Samlífs 2013

Boðað er til aðalfundar Samlífs laugardaginn 20. apríl kl. 14:00.  Fundurinn fer fram á Litlubrekku í húsi bak við veitingahúsið Lækjarbrekku, Lækjargötu í Reykjavík.  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.  Boðið verður upp á fræðsluerindi að kaffi loknu.  Samlíf býður upp á kaffi, þeir sem óska að vera með (allir líffræðikennarar eru meira en velkomnir) eru beðnir um að senda formanni boð…

Details

Nýtt fólk í stjórn Samlífs og vel heppnað fræðsluerindi

Á aðalfundi Samlífs sem haldinn var laugardaginn 21. apríl 2012 urðu breytingar á stjórn félagsins.  Jóhann Guðjónsson, Flensborg, sem hefur verið stoð og stytta félagsins undanfarin ár baðst undan áframhaldandi setu í stjórn.  Jóhann hefur starfað meira og minna með félaginu í um 20 ár.  Að auki gekk úr stjórn Ólafur Örn Pálmarsson, Laugalækjarskóla.  Ester…

Details

Aðalfundur Samlífs 2012

Boðað er til aðalfundar Samlífs laugardaginn 21. apríl kl.11:00.  Fundurinn fer fram á Litlubrekku í húsi bak við veitingahúsið Lækjarbrekku, Lækjargötu í Reykjavík.  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.  Boðið verður upp á fræðsluerindi að hádegisverð loknum.  Samlíf býður til hádegisverðar, þeir sem óska að vera með (allir líffræðikennarar eru meira en velkomnir) eru beðnir um að senda formanni boð á…

Details

Námskeið um lífeðlisfræði, 14. – 16. júní 2011

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á grunn- og framhaldsskólastigi.  Dagskrá námskeiðsins er enn í vinnslu.  Þetta er hugsað sem þriggja daga námskeið, þannig að á fyrsta degi verði fyrirlestrar, á öðrum degi verði verklegar æfingar. Þriðji dagurinn verði svo notaður til að búa til verkefni og verklýsingar fyrir verklegar æfingar í lífeðlisfræði. Verkefnin verða svo sett…

Details

„Erfðamengjaöldin: Framfarir í líffræði og mannerfðafræði“, 7. – 8. janúar 2011

Dagana 7. og 8. janúar 2011 verður haldin ráðstefna á vegum Samlífs sem ber yfirskriftina „Erfðamengjaöldin: Framfarir í líffræði og mannerfðafræði“.  Ráðstefnan verður samtvinnuð námskeiði og verður haldin í Öskju, húsi náttúrufræðinga við Háskóla Íslands.  Farið verður yfir helstu framfarir í erfðafræði og skyldum greinum.  Kennarar eru sérfræðingar við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Kerfislíffræðisetur HÍ,…

Details

Námskeið um fugla í nágrenni okkar, 18. – 20. júní 2010

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á grunn- og framhaldsskólastigi.  Dagskrá námskeiðsins má sjá hér.  Umsóknarfrestur er til 22. maí 2010.  Fjöldi umsækjenda á þeim degi ræður því hvort námskeiðið verður haldið eður ei.  Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang Jóhanns, johann@flensborg.is eða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Námskeið um landspendýr á Íslandi, 18. – 20. júní 2009

Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á hvaða skólastigi sem þeir eru.  Dagskrá námskeiðsins má sjá hér.  Umsóknarfrestur er til 22. maí 2009.  Fjöldi umsækjenda á þeim degi ræður því hvort námskeiðið verður haldið eður ei.  Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang formanns, johann@flensborg.is eða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.