Samlíf tók þátt í Ólympíuleikunum í líffræði í Ungverjalandi. Þrír kennarar fóru sem fararstjórar í ár og var mikil ánægja með það. Reynt verður að afla styrkja þannig að það verði einnig mögulegt á næsta ári. Jóhanna Arnórsdóttir hefur leitt starfið og séð að mestu um að afla fjár. Jóhanna hefur dregið sig út úr IBO-hópnum, eru henni þökkuð vel unnin störf. Þórhallur Halldórsson leiðir nú IBO nefnd.