Undankeppni fyrir val landsliðs framhaldsskólanna í líffræði fer fram 25. janúar nk.
Keppnin fer þannig fram að nemendur þreyta 60 mínútna próf sem samanstendur af 50 krossaspurningum á ensku.
Prófinu fylgir orðalisti með þýðingum fræðilegra hugtaka. Önnur hjálpargögn eru ekki leyfð. Þátttakendur í keppninni mega ekki hafa náð 20 ára aldri þann 1. júlí 2017 (verða að vera fæddir 1. júlí 1997 eða síðar). Tengiliður hvers skóla annast skráningu nemenda með því að fylla út eyðublað á https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=8232. Frestur til skráningar er til föstudagsins 20. janúar.
Hver skóli sér um framkvæmd prófsins fyrir sína nemendur (meðfylgjandi er dæmi um auglýsingu innan skóla henti það). Tengiliður fær sent pdf-skjal með prófinu þriðjudaginn 24. janúar. Hann sér um að prenta út og fjölrita prófið og leggja það fyrir nemendur skólans miðvikudaginn 25. janúar kl. 9:00-10:00. Prófúrlausnir skal senda samdægurs á viðtakanda: Sigríður Rut Franzdóttir, Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík.
Einnig má gera samkomulag um að úrlausnir á Reykjavíkursvæðinu verði sóttar eða þeim komið til IBO-nefndarmanna Samlífs (sjá hér að neðan).
Þeir 15 nemendur sem flest stig hljóta í undankeppninni komast áfram í lokakeppni sem haldin verður í febrúar eða mars nk. Þá verður valið landslið fjögurra nemenda til þátttöku í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í líffræði (IBO, International Biology Olympiad, http://www.ibo2017.org/) sem haldin verður í Warwick í Bretlandi í júlí 2017.
Nánari upplýsingar hjá fulltrúum framhaldsskólakennara í IBO-nefnd Samlífs, Jóhönnu Arnórsdóttur (johannaa@mr.is) og Þórhalli Halldórssyni (thorhallur@fa.is).