Námskeiðið er ætlað öllum líffræðikennurum á grunn- og framhaldsskólastigi. Dagskrá námskeiðsins er enn í vinnslu. Þetta er hugsað sem þriggja daga námskeið, þannig að á fyrsta degi verði fyrirlestrar, á öðrum degi verði verklegar æfingar. Þriðji dagurinn verði svo notaður til að búa til verkefni og verklýsingar fyrir verklegar æfingar í lífeðlisfræði. Verkefnin verða svo sett á heimasíðuna okkar www.lifkennari.is þar sem þau verða öllum tiltæk. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2011. Fjöldi umsækjenda á þeim degi ræður því hvort námskeiðið verður haldið eður ei. Hægt er að sækja um námskeiðið með því að senda póst á netfang Esterar, esteryr(hjá)gmail.com.