Forval fyrir ólympíuleikana í líffræði fór fram í lok janúar. Nemendur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Fjölbrautarskóla Vesturlands Fjölbrautarskóla Garðabæjar, Menntaskóla Reykjavíkur, Menntaskólanum í Hamrahlíð, Menntaskóla Akureyra, Flensborgarskóla, Fjölbrautarskólanum á Laugum og Réttarholtsskóla tóku þátt, alls 73 nemendur.

Úrslit í forvalinu liggja nú fyrir. Eftirtöldum nemendum sem fengu flest stig og uppfylla aldursskilyrði um þátttöku í leikunum býðst að sækja æfingabúðir og taka þátt í úrslitakeppni sem haldin verður helgina 1.-3. apríl

Erla Gestsdóttir
Arnór Jóhannsson
Erla Liu Ting Gunnarsdóttir
Þórður Líndal Þórsson
Stefán Eggertsson
Stefán Már Jónsson
Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir
Teitur Ari Theodórsson
Erla S. Sigurðardóttir
Sigurbjörn Markússon
Þorsteinn Markússon

Við óskum þessum nemendum til hamingju með góðan árangur.

Öllum nemendum sem tóku þátt í forvalinu kunnum við bestu þakkir fyrir áhugann og vonum að keppnin verði ykkur hvatning til dáða á sviði líffræði í framtíðinni.

Með kærri kveðju,

IBO-teymið