Á aðfundi Samlífs 21. mars urðu töluverðar breytingar.

Ester Ýr Jónsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formensku og gekk út stjórn. Samlíf þakkar henni kærlega vel unnin störf í þágu félagsins.

Hólmfríður Sigþórsdóttir tekur við sem formaður, áfram í stjórn eru þau Arnar Pálsson fyrir hönd Háskólakennara og Rúna Björk Smáradóttir gjaldkeri.

Ný í stjórn sem meðstjórnendur koma þau Jóna Björk Jónsdóttir (MR) og Þórhallur Halldórsson (FÁ). Þess má geta að Jóna Björk og Þórhallur hafa tekið að sér að heimæskja ólympíuleikana í líffræði í sumar, með það í huga að Ísland taki þátt að ári.

Þorvaldur Örn gengur úr varastjórn og þökkum við honum kærlega fyrir störf í þágu líffræðikennslu á Íslandi. Í stað Þorvaldar í varastjórn kemur Jón Gunnar Schram, Þórhalla Arnardóttir situr áfram í varastjórn.