Aðalfundur Samlífs fór fram 2. apríl á fundinum voru venjuleg aðalfundastörf og fræðslerindi Snorra Baldurssonar.

Áfram í stjórn eru Hólmfríður Sigþórsdóttir formaður, Rúna Björk Smáradóttir gjaldkeri og Þórhallur Halldórsson meðstjórnandi og tengiliður við IBO.

Úr stjórn ganga þau Arnar Pálsson frá HÍ sem hefur verið sérlega öflugur og góður tengiliður við HÍ og líffræðifélagið og Jóna Björk Jónsdóttir sem fór ásamt Þórhalli á ólympíuleikana í líffræði sumarið 2015. Þökkum við þeim vel unnin störf í þágu félagsins.

Nýjar í aðalstjórn koma þær Sigríður Rut Fransdóttir frá HÍ og Jóhanna Arnórsdóttir meðstjórnandi.

Jón Gunnar Schram gengur úr varastjórn og þökkum við honum samstarfið. Í stað Jón Gunnars í varastjórn kemur Sólveig G. Hannesdóttir, Þórhalla Arnardóttir situr áfram í varastjórn.