Marta Guðrún Daníelsdóttir kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ hefur sett saman vefsíðu með námsefni og verkefnum sem ætluð eru fyrir nemendur á framhaldsskólastigi.

Námsefnið hentar vel í áföngum á öðru þrepi og sum verkefnanna má auðveldlega aðlaga áföngum á þriðja þrepi. Námsefnið hentar best í kennslu þar sem áhersla er á verkefnamiðað nám.

Þessi síða er hugsuð sem eins konar hlaðborð sem kennarar geta valið af eftir því sem hentar. Námsefnið er flokkað í fjóra efnisflokka.

Allt námsefnið hefur verið kennt í umhverfisfræðiáföngum við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.