IBO_augl2015
Ólympíuleikarnir í líffræði (http://ibo2016.org/) verða haldnir í Víetnam 17. til 24. júlí næstkomandi.

Við Íslendingar ætlum að taka þátt í fyrsta sinn og hafa þau Þórhallur Halldórsson (FÁ), Jóhanna Arnórsdóttir (MR) og Arnar Pálsson (HÍ) tekið af sér að sjá um undirbúning. Þau Þórhallur og Jóhanna hafa verða fararstjórar.

Arnar Pálsson er tengiliður við líffræðistofu og námsbraut í líffræði. Aðstaða til verklegrar æfinga og undirbúnings verður í Öskju auk þess sem framhaldsnemar í líffræði koma til með að aðstoða hópinn.

Forval íslenskra þáttakenda fer fram í framhaldsskólunum þann 27. janúar, 2016 klukkan 9:00 – 10:00.
Lagt verður fyrir nemendur verkefni sem samanstendur af krossaspurningum á ensku .

Áherslurnar í ár eru:
Bygging plantna og lífeðlisfræði (Plant Anatomy and Physiology)
Bygging, flokkun og þróun dýra (Animal Anatomy, Systematics and Evolution)
Lífefnafræði og örverufræði (Biochemistry and Microbiology)
Sameinda og frumulíffræði (Molecular and Cell Biology)

Á grundvelli forvals verður myndaður 8-10 manna undirbúningshópur nemenda. Úr þeim hópi verða valdir fjórir fulltrúar sem fara fyrir Íslands hönd til Víetnam. Verið er að afla styrkja til þátttökunnar.

Líffræðikennarar í hverjum skóla annast framkvæmd prófsins í samvinnu við stjórnendur. Mikilvægt er að kynna forvalið fyrir nemendum og hvetja þá til þátttöku.

Mikilvægt er að skrá sig hjá kennari@skoli.is fyrir 21. janúar 2016.
Nánari upplýsingar á http://ibo2016.org/ og hjá fararstjórunum;
Þórhallur thorhallur@fa.is og Jóhanna johannaa@mr.is.

Tengiliður í hverjum skóla skráir upplýsingar um fjölda þátttakenda í sínum skóla fyrir 22. janúar inn á https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=7533

Umslögum með prófum verður komið til kennara í hverjum skóla fyrir þann 20. janúar. Umslagið á ekki að opna fyrr en að morgni þess dags sem prófið hefst kl. 9:00. Úrlausnir skal senda í lokuðu umslagi til Arnars Pálssonar, Askja – Háskóli Íslands, Sturlugata 7, 101 Reykjavík.

Með óskum um gott heillavænlegt samstarf

IBO nefndin og stjórn Samlífs