Félagsfólk í Samlíf er 268 (þar af 132 í KÍ). Mikið starf var í félaginu á síðasta starfsári að vanda. Aðalfundur með fræðsluerindi var haldinn. Sýningarnar Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni og Líffærin á Ásmundarsal voru heimsóttar. Landskeppnin í líf­fræði var haldin, félagsfólk samdi spurningar fyrir inntökupróf í læknadeild, stjórnarfólk sótti ráðstefnu erlendis og félagið kom að málþingi um náttúru­fræði­menntun. Sumar­námskeið var haldið um sjávarlíffræði og örnámskeið um sveppi var haldið að hausti í Heiðmörk. Félagið kom að þátttöku Íslands á Ólympíuleikunum í líffræði sem haldnir voru í Ungverjalandi og einnig voru farnar ferðir í samstarfi við Operation Wallacea. Stjórn Samlífs sendi umsögn vegna leyfisbréfs og kom fyrir alsherjanefnd alþingis og viðraði skoðanir sínar.