Hólmfríður Sigþórsdóttir og Rúna Björk Smáradóttir fóru á ráðstefnu Association for Science Education (ASE), í University of Liverpool í Bretlandi, í janúar 2018. Ánægja var með ferðina og hefur námsefni og hugmyndum verið deilt til félagsfólk í gegnum facebookarsíðu félagsins meðal annars um ljóstillífunar af öllum gerðum, heilaæxli, Lupus, stöðu líffræðinnar og útikennslu, atferli fíla og fólks – offitu og ofdrykkju. Þátttaka á alþjóðlegum ráðstefnum sem þessari nýtist í kennslu framhald­skólanna og tilvalið tæki­færi til starfsþróunar og símenntunar hjá kennurum sem kenna líffræði. Einnig eru mögu­leikar á tengslamyndunar í hópi kennara með erlendum kolleg­um. Þessar ferðir hafa skilað tengslum fyrir fyrirlestra sem koma á sumarnámskeið.