Sumarnámskeið Samlífs í ár er tileinkað ónæmisfræði og verður haldið dagana 14. – 16. júní.

 

Námskeiðið er ætlað líffræðikennurum á öllum skólastigum sem fjalla um mannslíkamann, varnir hans og heilbrigðan lífstíl. Nám­skeið­ið fellur vel að grunnþáttum menntunar um heilbrigði og lífstíl.

 

Meginmarkmiðið er endurmenntun á sviði ónæmis­fræða, fræðsla um nýjar rannsóknar niður­stöð­ur, tengsla­myndur við rann­sak­end­ur, ran­nsóknar­stofn­an­ir og fagkennara. Námskeiðið felst í fyrir­lestrum um ónæmiskerfið; hlutverk þess í vörnum líkamans, sjúk­dóma þar sem ónæmiskerfið gegnir lykilhlutverki, greiningu og með­ferð, áhrif erfða og kynningu á ýmsum rannsóknum.

Fjallað verður um helstu frumur og ferli í varnarkerfi manns­líkam­ans, sjálfsofnæmissjúkdóma og nýjungar í greiningu og með­ferð, of­næmi og asthma, fæðuofnæmi, sumarexem í hrossum og áhrif erfða á ónæmissjúkdóma. Þá verður fjallað um bólusetningar og varnir gegn sjúkdómum í mönnum og dýrum. Í fyrirlestrunum verða einnig kynntar ýmsar nýjar rannsóknir. Farið verður í vett­vangs­­­ferðir á Ónæmisfræðideild Landspítalans, Tilraunastöð Háskólans í Meinafræði á Keldum og Íslenska erfðagreiningu.

 

Kennarar/fyrirlesarar:

Dr. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, forstöðunáttúrufræðingur við ónæmisfræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, yfirlæknir við ónæmisfræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH).

Dr. Jóna Freysdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, forstöðunáttúrufræðingur við ónæmisfræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH).

Dr. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur, deildarstjóri Veiru- og sameindalíffræðideildar, Tilraunastöð Háskólans í Meinafræði, Keldum.

Dr. Stefanía P. Bjarnarson, ónæmisfræðingur, verkefnisstjóri við ónæmisfræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) og nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands

Dr. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, sérfræðingur í barnalækningum og ónæmisfræði við ónæmisfræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) og klínískur dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.

Dr. Þórólfur Guðnason, sérfræðingur í barnalækningum og smitsjúkdómum og Sóttvarnarlæknir og sviðsstjóri hjá Embætti Landlæknis.

 

Námskeiðið verður haldið í Fjölbrautarskólanum við Ármúla.
Námskeiðsgjald (staðfestingargjald) er 5.000 kr. Innifalið auk fyrir­lestra eru veitingar í kaffihléum og hádegisverður alla dagana.

 

Umsóknarfrestur vegna skráningar: 1. maí 2016. Skráning fer fram á vef RannÍs eða með því að senda póst á Samlíf, liffraedikennarar@gmail.com.

 

Drög að dagskrá námskeiðs

 

  1. júní, þriðjudagur.

09:00 – 10:30 Ónæmiskerfið, hlutverk og starfsemi.

10:30 – 10:45 Kaffi.

10:45 – 12:15  Sjálfsofnæmissjúkdómar, greining, meðferð og rannsóknir.

12:15 – 13:00  Hádegisverður.

13:00 – 14:30  Ónæmisbilanir, greining, meðferð og rannsóknir.

14:30 – 14:45  Kaffi.

14:45 – 16:00  Rannsóknastofa í ónæmisfræði, LSH, heimsótt.

 

  1. júní, miðvikudagur.

09:00 – 10:30  Bólusetningar, varnir gegn sýkingum í mönnum I.

10:30 – 10:45  Kaffi.

10:45 – 12:15  Bólusetningar, varnir gegn sýkingum í mönnum II.

12:15 – 13:00 Hádegisverður.

13:00 – 14:30  Ónæmissjúkdómar í dýrum og varnir gegn þeim.

14:30 – 14:45  Kaffi.

14:45 – 16:00  Tilraunastöð Háskólans í Meinafræði, Keldum.

 

  1. júní, fimmtudagur.

09:00 – 10:30  Erfðafræði ónæmissjúkdóma.

10:30 – 10:45  Kaffi.

10:45 – 12:15  Skólaheimsókn um Ármúlaskóla / umræður.

12:15 – 13:00  Hádegisverður.

13:00 – 14:30  Ofnæmissjúkdómar, greining, meðferð og rannsóknir.

14:30 – 14:45  Kaffi.

14:45 – 16:00  Íslensk erfðagreining, vettvangsferð.

 

Umsjónarmaður/tengiliður: Hólmfríður Sigþórsdóttir (holmfridur@flensborg.is)