1. Félagið heitir Samtök líffræðikennara. Heimilisfang þess er í Reykjavík.

2. Markmið samtakanna er að auka og bæta kennslu í líffræði á öllum skólastigum. Markmiði þessu hyggst félagið ná:

– með því að stuðla að bættum starfsskilyrðum þeirra sem kenna líffræði.

– með því að fylgjast með nýjungum í líffræðikennslu og stuðla að því að kennarar taki virkan þátt í að móta kennsluna, inntak hennar og aðferðir.

– með því að láta sig skipta menntun líffræðikennara og hafa samskipti við þær stofnanir sem þá menntun annast.

– með því að efla tengsl við þá sem semja námskrár og námsefni á vegum Menntamálaráðuneytisins.

– með því að leita tengsla við líffræðikennara erlendis, t.d. með kynnisferðum.

– með því að efna til ráðstefnuhalds, námskeiða og útgáfustarfsemi.

– með samskiptum við þá aðila utan skólans sem öðrum fremur hafa áhrif á mótun heilbrigðra lífshátta, betri umgengni við náttúru landsins og skynsamlegri nýtingu hennar.

 

   3. Félagssvæði er landið allt.

4. Allir sem fást við líffræðikennslu geta orðið félagsmenn. Einnig skal stjórninni heimilt að taka inn í félagið aðra sem um það sækja og tengjast líffræðikennslu.

5. Stjórn félagsins skipa 5 menn, formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Einnig skulu kosnir á aðalfundi tveir varamenn í stjórn. Ef atkvæði falla jöfn skal varpa hlutkesti.

 

6. Stjórnin getur sett nefndir til ýmissa starfa og gengist fyrir stofnun deilda og/eða starfshópa eftir þörfum.

7. Aðalfund skal halda árlega í upphafi hvers árs. Á dagskrá skal vera:

a) skýrsla stjórnar

b) lagabreytingar

c) reikningar

d) kosning stjórnar

e) ákvörðun félagsgjalda

f) önnur mál

8. Stjórnin getur boðað til aukafunda.

9. Lögum verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn eigi síðar en 1. janúar. Allar tillögur um lagabreytingar skal kynna í fundarboði.

10. Verði samtökin leyst upp renna eignir þess og skuldbindingar til Kennarasambands Íslands.