Samlíf, samtök líffræðikennara, voru stofnuð árið 1983.

Samtök líffræðikennara er sameiginlegt félag þeirra sem fást við líffræðikennslu í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum.

Markmið samtakanna er að auka og bæta kennslu í líffræði á öllum skólastigum.

Starfsemi félagsins hefur einkum falist í því að:
– standa að námskeiðum fyrir líffræðikennara.
– taka þátt í vinnu við námskrár grunn- og framhaldsskóla.
– eiga samskipti við erlend félög líffræðikennara.

Samlíf – Samtök líffræðikennara

Hjá Kennarasambandi Íslands,

Borgartúni 30,

105 Reykjavík

www.lifkennari.is