Samlíf sendi umsögn vegna máls 801, frumvarps um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 á vormánuðum og fulltrúar félagsins mættu fyrir allsherjarnefnd alþingis vegna þess. Í umsögninni var lögð áhersla á að erfitt væri að sjá hvernig breytingin styrki gæði líffræðikennslu á landinu. Lög frá 2008 tiltaka hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Stjórn Samlífs telur mikilvægt að greinargóð viðmið séu gerð fyrir öll skólastig og fjármunum varið til að styrkja fagvitund starfandi náttúru­fræði­kennara í grunnskólum, bæta starfsskilyrði þeirra og samtal þeirra á milli. Það er skoðun Samtaka líffræðikennara að eitt leyfisbréf sé afturför.